Handbolti

Björgvin Páll svissneskur meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson Mynd/DIENER

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten urðu í kvöld svissneskir meistarar í handbolta aðeins nokkrum dögum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik EHF-bikarsins með því að slá út þýska stórliðið Flensburg.

Kadettan vann St. Otmar á útivelli og með því er titilinn í höfn þrátt fyrir enn séu fjórar umferðir eftir af mótinu. Kadetten er með tíu stiga forskot á Kára Krisjánsson og félaga í SG GC Amicitia.

Það er mikið leikjaálag á Kadetten-liðinu næstu daga og því kemur það sér vel að hafa klárað titilinn strax í kvöld en liðið ætti þá að geta dreift álaginu í síðustu fjórum leikjunum á meðan það undirbýr sig fyrir úrslitaleikinn í EHF-keppninni á móti Lemgo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×