Viðskipti erlent

Óvissa um framtíð Bernankes

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bernanke er nokkuð umdeildur maður í Bandaríkjunum vegna samdráttarins. Mynd/ Getty.
Bernanke er nokkuð umdeildur maður í Bandaríkjunum vegna samdráttarins. Mynd/ Getty.
Óvissa ríkir um hvort þingmenn Öldungadeildar Bandaríkjaþings staðfesti val á Ben Bernanke sem seðlabankastjóra Bandaríkjanna.

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir stuðningi við Bernanke. Tveir demókratar í öldungadeildinni sögðu hins vegar í gær að þeir myndu leggjast gegn útnefningu Bernankes í embættið.

Reuters fréttastofan segir að áhyggjur af atvinnumarkaðnum í Bandaríkjunum og reiði vegna hlutabréfamarkaðarins á Wall Street hafi leitt til þess að öldungadeildarþingmenn sem sjá fram á þingkosningar í nóvember beini sjónum sínum að seðlabankanum.

Ben Bernanke hefur gegnt embætti seðlabankastjóra frá árinu 2006 en skipunartímabili hans lýkur þann 31. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×