Viðskipti erlent

Kreppufræði á bók

Nouriel Roubini fékk viðurnefnið Herra dómsdagur vegna svartsýnna spádóma sinna um þróun efnahagsmála.
Nouriel Roubini fékk viðurnefnið Herra dómsdagur vegna svartsýnna spádóma sinna um þróun efnahagsmála.

Brjóta á upp risabanka og auka verulega eftirlit með ýmsum fjármálagjörningum. Þetta er mat bandaríska hagfræðiprófessorsins Nouriel Roubini.

Roubini varaði við vexti undirmálslána í bandarísku fjármálalífi nokkru áður en kreppan skall á haustið 2007 og skaust upp á stjörnuhimin utan hagfræðiheimsins. Hann hefur nú skrifað bók um kreppufræði þar sem hann mælir með því að lög kennd við Glass-Steagall frá 1933 verði endurvakin. Þau fela í sér að skil eru gerð á milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×