Handbolti

Róbert og félagar annað árið í röð í úrslitaleik í Evrópukeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. Mynd/Diener
Róbert Gunnarsson og félagar í VfL Gummersbach tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Evrópukeppni bikarhafa með því að vinna 31-28 sigur á Portland San Antonio á Spáni.

Gummersbach vann fyrri leikinn 30-26 á heimavelli og því einvígið samanlagt með sjö marka mun. Sigur Gummersbach var ekki í mikilli hættu í dag en liðið var meðal annars fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12.

Þetta er annað árið í röð sem Gummersbach kemst í úrslitaleik í Evróukeppni en liðið er núverandi Evrópumeistari eftir sigur á slóvenska liðið Gorenje í úrslitaleik EHF-bikarsins í fyrra.

Gummersbach mætir annað hvort spænska liðinu Fraikin BM Granollers eða rúmenska liðinu Steaua Búkarest í úrslitaleiknum en þau leika seinni leikinn á morgun. Steaua vann fyrri leikinn með fjórum mörkum á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×