Viðskipti erlent

Bók Jane Austen seldist á 25 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr myndinni Hroki og hleypidómar sem var gerð eftir sögu Jane Austen.
Úr myndinni Hroki og hleypidómar sem var gerð eftir sögu Jane Austen.
Eintak úr fyrsta upplagi af bók Jane Austen, Hroki og hleypidómar, seldist á 139 þúsund pund eða tæpar 25 milljónir króna, á uppboði hjá Sothebys á dögunum.

Upphæðin er 150 þúsund sinnum hærri en bókin var fyrst seld á þegar að hún kom út árið 1813. Þá kostaði hún 18 skildinga sem samsvarar um 90 pensum. Allt frá útgáfu bókarinnar fyrir tæpum 200 árum síðan hefur hún selst í 20 milljónum eintaka víðsvegar um heiminn.

Samkvæmt frétt á vef Daily mail var áritað eintak af Jólasögu Charles Dickens seld á 181 þúsund pund, eða rúmar 32 milljónir króna, á sama uppboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×