Handbolti

EHF-bikarinn: Búið að draga í 8-liða úrslit

Ómar Þorgeirsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Nordic photos/AFP

Það voru fjögur Íslendingalið í pottinum þegar var dregið í 8-liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta í morgun. Á einhvern ótrúlegan hátt náðu Íslendingaliðin hins vegar að sleppa við að mæta hvort öðru.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten mæta þýska liðinu Göppingen og Alexander Pettersson og félagar í þýska liðinu Flensburg taka á móti slóvenska liðinu Celje Lasko.

Þá tekur þýska liðið Lemgo með Loga Geirsson og Vigni Svavarsson innanborðs á móti spænska liðinu Aragon og Ragnar Óskarsson og franska liðið Dunkerque mætir Haukabönunum í Naturhouse La Rioja frá Spáni.

Einnig var dregið í Evrópukeppni bikarhafa og þar taka Róbert Gunnarsson og félagar í þýska liðinu Gummersbach á móti Team Tvis Hostebro frá Danmörku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×