Handbolti

Óvæntur sigur Nordsjælland á deildarmeisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gísli Kristjánsson í leik með Nordsjælland.
Gísli Kristjánsson í leik með Nordsjælland. Mynd/Heimasíða Nordsjælland
Gísli Kristjánsson og félagar í Nordsjælland unnu afar óvæntan útisigur á deildarmeisturum Bjerrinbro-Silkeborg í úrslitakeppninni í Danmörku í gær.

Leiknum lauk með 26-24 sigri Nordsjælland og skoraði Gísli þrjú mörk í leiknum.

Heil umferð fór fram í úrslitakeppninni í gær. Arnór Atlason skoraði fimm mörk fyrir FCK sem vann öruggan sigur á Skjern á heimavelli, 35-29.

Úrslitakeppnin í Danmörku er mjög ólík þeirri sem fer fram hér á landi. Þau lið sem urðu í átta efstu sætum deildarinnar skiptust í tvo riðla. Tvö efstu liðin úr riðlunum tveimur mætast svo í úrslitarimmu um danska meistaratitilinn.

Deildarmeistarar Bjerringbro-Silkeborg og FCK, sem varð í öðru sæti, tóku með sér tvö stig í úrslitakeppnina og Álaborg og Kolding, sem urðu í þriðja og fjórða sæti, tóku með sér eitt. Önnur lið fengu ekki að taka með sér stig úr deildarkeppninni.

Tveimur umferðum af sex er nú lokið í riðlakeppninni en úrslit helgarinnar má sjá hér að neðan.

Einnig var spilað í úrslitakeppninni í Svíþjóð í gær. Þar náði Ystad að jafna metin gegn Drott í rimmu liðanna í undanúrslitum og er staðan nú 1-1.

Gunnar Steinn Jónsson átti flottan leik í liði Drott og skoraði sex mörk. Ystad vann þó leikinn nokkuð örugglega, 29-24.

Úrslitin í Danmörku gær:

1. riðill:

Kolding - Team Tvis 25-18

Bjerringbro - Nordsjælland 24-26

Staðan:

Kolding 5 stig

Bjerringbro-Silkeborg 4

Nordsjælland 2

Team Tvis 0

2. riðill:

Álaborg - Viborg 37-24

FCK - Skjern 35-29

Staðan:

FCK 6 stig

Álaborg 5

Skjern 0

Viborg 0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×