Viðskipti erlent

Gefur kost á sér sem forstjóri AGS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Christine Lagarde hefur tilkynnt opinberlega að hún vilji verða forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/ afp.
Christine Lagarde hefur tilkynnt opinberlega að hún vilji verða forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/ afp.
Christine Lagarde hefur tilkynnt að hún vilji verða næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lagarde er fjármálaráðherra Frakklands. Áður höfðu borist fréttir af því að hún hefði áhuga á embættinu.

BBC segir að Lagarde njóti stuðnings víðsvegar í Evrópu, en þróunarlönd eru ósátt við það að það séu einungis Evrópuríki sem fari fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Allir framkvæmdastjórar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið Evrópubúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×