Viðskipti erlent

Seldu spænsk ríkisskuldabréf fyrir 380 milljarða

Spánska fjármálaráðuneytið seldi ríkisskuldabréf fyrir tæpa 2,3 milljarða evra, eða um 380 milljarða kr. í morgun.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að um hafi verið að ræða annarsvegar skuldabréf upp á tæpan milljarð evra til þriggja mánaða og eru hámarksvextir á þeim rúmlega 1,4%.

Hinsvegar er um að ræða skuldabréf upp á 1,3 milljarða evra til sex mánaða og eru hámarksvextir á þeim tæplega 1,8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×