Viðskipti erlent

Málið gegn Strauss-Kahn verður fellt niður

Mál ákæruvaldsins í New York gegn Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður fellt niður. Þetta gerist eftir tvær vikur þegar málflutningur á að hefjast.

Þetta kemur fram í blaðinu New York Post sem hefur eftir einum af þeim sem stjórnað hefur rannsókn málsins að allir í hans hópi viti að málið heldur ekki fyrir dómi. „Trúverðugleiki hótelþernunnar er orðinn svo laskaður að við getum ekki byggt málsókn á vitnisburði hennar," segir þessi heimildarmaður blaðsins.

Strauss-Kahn var ákærður fyrir kynferðislega árás á þernuna á hóteli sínu í vor. Síðan hefur komið í ljós að þernan hefur ítrekað logið að lögreglunni og hefur átt í samskiptum við dæmda glæpamenn. Hún bætti svo gráu ofan á svart með því að nota hótelherbergi sem lögreglan útvegaði henni til þess að stunda þar vændi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×