Viðskipti erlent

Olíuverð aftur á uppleið

Töluvert hefur dregið úr niðursveiflunni á heimsmarkaðsverði á olíu síðan í morgun. Brent olían er komin í 108 dollara fyrir tunnuna en snemma í morgun hafði verðið hrapað niður í 104 dollara.

Bandaríska léttolían er einnig á uppleið að nýju. Hún stendur nú í rúmum 86 dollurum á tunnuna en um tíma í morgun hafði hún fallið niður í 83,5 dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×