Viðskipti erlent

Óbreyttir vextir á Bretlandi þrátt fyrir verðbólguskot

Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5% þrátt fyrir mikið verðbólguskot í landinu. Verðbólgan á Bretlandi mælist nú yfir 4% sem er tvöfalt hærra en verðbólgumarkmið bankans er.

Í frétt um málið á börsen segir að ekki hafi verið eining um málið í peningastefnunefnd Englandsbanka. Meirihlutinn hafi samt talið réttast að halda vöxtunum óbreyttum þar sem hagvöxtur í landinu sé lítill og verðbólgan almennt drifin áfram af hrávöruhækkunum.

Hagvöxtur á Bretlandi er talinn verða aðeins 1,2% í ár. Þar að auki eru ekki líkur á að hann vaxi mikið á næsta ári í ljósi stöðunnar almennt í efnahagsmálum heimsins. Er þar einkum litið til skuldakreppunnar í Evrópu og vaxandi fjárlagahalla í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×