Viðskipti erlent

Tíu milljarða hlutur seldur

JHH skrifar
Mynd/AFP.
Til stendur að selja hluti í Bank of America fyrir í það minnsta tíu milljarða á næstu dögum. Kínverski iðnaðarbankinn mun sjá um söluna en líklegir kaupendur eru lífeyrissjóðir í Asíu og Mið-Austurlöndum og eignarhaldsfélög. Talið er líklegt að salan geti gengið í gegn í næstu viku. Í gær var tilkynnt að milljarðamæringurinn Warren Buffet hefði keypt fimm milljarða dala hlut í bankanum.

Tilgangurinn með þessum viðskiptum er að bæta eiginfjárstöðu Bank of America. Hlutabréf í bankanum féllu um 30% fyrr í mánuðinum og hluthafar voru áhyggjufullir, segir í New York Times.

Líklegt er að kaup Buffets á hlut sínum í bankanum og salan framundan muni slá á þær áhyggjur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×