Viðskipti erlent

Rauðar tölur í Evrópu

Verð á hlutabréfum lækkaði enn og aftur við opnun markaða í morgun. Áhyggjur manna af erfiðleikum á evrusvæðinu eru sem fyrr aðal ástæða lækkana en við það hafa nú bæst nýjar tölur um samdrátt í smásölu í Þýskalandi og minnkandi framleiðslu í Kína. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,16 prósent og CAC vísitalan í Frakklandi um svipaða prósentutölu. Þá hefur Dax vísitalan í Frankfurt lækkað um tæp tvö prósent. Nú stefnir allt í að mánuðurinn sem er að líða sé sá versti í kauphöllum Evrópu frá hruninu í október 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×