Viðskipti erlent

Mikið um ólögleg lán til forstjóra og eigenda í Danmörku

Ólögleg lán frá fyrirtækjum og félögum í Danmörku til forstjóra og eigenda sinna nema um 30 milljörðum danskra króna eða um 630 milljörðum króna á hverju ári.

Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sem Samtök endurskoðenda í Danmörku gerðu nýlega. Alls var farið í saumana á ársreikningum 200.000 lögaðila og í ljós koma að rúmlega 15.600 þeirra höfðu veitt forstjórum sínum og eigendum ólögleg lán. Þetta er um 80% aukning miðað við samkonar rannsókn fyrir ári síðan.

Í frétt um málið í avisen.dk segir að fyrirtækjaskrá landsins hafi hinsvegar aðeins fundið 300 tilfelli um ólögleg lán af þessu tagi á þessu ári. Samkvæmt dönskum lögum er forstjórum og eigendum stranglega bannað að taka lán hjá eigin fyrirtæki eða félagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×