Viðskipti erlent

Mikil niðursveifla á mörkuðum

Stjórnmálaóvissan í Grikklandi og á Ítalíu olli því að markaðir í Bandaríkjunum fóru í mikla niðursveiflu í gærkvöldi.

Þannig lækkaði Dow Jones vísitalan um 3,2% og Nasdag um 3,9%. Þessi niðursveifla hélt áfram á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 2,9% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hrapaði um 4,4% í nótt.

Reikna má með að Evrópumarkaðir fylgi lit í dag með töluverðum lækkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×