Viðskipti erlent

Yngstu milljarðamæringarnir koma úr hugbúnaðargeiranum

Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook.
Þrír yngstu milljarðamæringar heimsins eru allir brautryðjendur úr hugbúnaðargeiranum. Samkvæmt lista Forbes yfir 400 ríkustu menn heims er hinn 27 ára gamli Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, ríkastur þeirra sem eru undir fertugu. Hann er fjórtándi ríkasti maður heimsins en eignir hans eru metnar á 17,5 milljarða dollara, eða ríflega 2.000 milljarða króna.

Milljarðamæringar sem eru undir fertugu, og komust inn á lista yfir 400 ríkustu menn heims samkvæmt Forbes, eru sjö talsins:

1. Mark Zuckerberg 27 ára, eignir metnar á 17,5 milljarða dollara. Hugbúnaðargeiri.

2. Sergei Bruin, 38 ára, eignir metnar á 16,7 milljarða dollara. Hugbúnaðargeiri.

3. Larry Page, 38 ára, eignir metnar á 16,7 milljarða dollara. Hugbúnaðargeiri.

4. Daniel Ziff, 39 ára, eignir metnar á 4,2 milljarða dollara. Fjárfestingar í New York.

5. Scott Duncan, 28 ára, eignir metnar á 3,4 milljarða dollara. Olíuiðnaður í Houston.

6. Sean Parker, 31 árs, eignir metnar á 2,1 milljarða dollara. Hugbúnaðargeiri.

7. Eduardo Saverin, 29 ára, eignir metnar á 2 milljarða dollara. Hugbúnaðargeiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×