Viðskipti erlent

Lánshæfismat Belgíu lækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfismatseinkunn Belgíu. Matið lækkar úr AA+ í AA. Niðurstaðan þýðir að það gæti orðið dýrara fyrir ríkissjóð í Belgíu að taka lán í framtíðinni.

Fréttavefur BBC bendir á að kreppan í Evrópu vaxi með degi hverjum þessa dagana og menn hafi miklar áhyggjur af aukinni skuldastöðu í Ítalíu. Efnahagshorfur í Belgíu eru neikvæðar að mati Standard & Poors og því gæti lánshæfismatið lækkað frekar á næstunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×