Viðskipti erlent

Portúgal þarf frekari neyðaraðstoð

Portúgal mun sennilega þurfa meiri neyðaraðstoð en þær 78 milljarðar evra sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa lofað að veita landinu.

Carlos Pina fyrrum fjármálaráðherra Portúgal, sem samdi um fyrrgreinda neyðaraðstoð, segir að sennilega þurfi landið að fá 25 milljarða evra eða um 4.000 milljarða króna í viðbót.

Fleiri hagfræðingar hafa tekið undir þessi orð Pina. Talið var að þegar 78 milljarða evra neyðaraðstoðin var samþykkt myndi Portúgal fá aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum en það hefur ekki gengið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×