Viðskipti erlent

Smjörsending frá Danmörku stöðvuð í norska tollinum

Morgunþátturinn á sjónvarpsstöðinni TV2 í Danmörku efndi til smjörsöfnunnar fyrir Norðmenn í vikunni en þar í landi ríkir mikill smjörskortur eins og kunnugt er.

Alls söfnuðust 4.000 pakkar af smjöri sem síðan voru sendir til Noregs með einum af starfsmönnum morgunþáttarins. Þar kom babb í bátinn því Noregur á ekki aðild að Evrópusambandinu og því krafðist norski tollurinn þess að starfsmaður TV2 borgaði innflutningstolla af þessum  4.000 smjörpökkum.

Tollurinn gaf sig ekki þótt útskýrt væri fyrir honum að um neyðaraðstoð væri að ræða. Á endanum mátti TV2 borga sem svarar til um 200.000 íslenskum krónum í toll til að koma smjörinu til nauðstaddra Norðmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×