Viðskipti erlent

Rykið sest og Þjóðverjar við stýrið

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Eftir fund leiðtoga Evrópusambandsríkja, sem lauk í gær, eru Þjóðverjar nú í meiri lykilstöðu gagnvart öðrum þjóðum heldur en áður. Þetta segir Ian Traynor, blaðamaður The Guardian, í pistli. Hann skrifar frá Brussell þar sem hann fylgdist með fundinum í návígi.

Eins og komið hefur fram náðu leiðtogar allra ríkja nema Bretlands, það er 26 þjóða af 27, samkomulagi sem miðar að því að styrkja umgjörð ríkisfjármála og koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum. Endanleg útfærsla á því hvernig þetta verður gert liggur ekki fyrir, en helsta atriðið snýr að því að framkvæmdastjórn ESB verði heimilt að beita refsingum gagnvart einstaka ríkjum ef þau eru með fjárlagahalla sem nemur meira en 3 prósentum af landsframleiðslu.

Í pistli Traynor kemur m.a. fram að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafi frekar valið að „berjast fyrir Bretland" fremur en að hjálpa til við að „bjarga evrunni".

Pistil Traynor má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×