Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka en það rauk upp um yfir 3% í gærdag. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í tæpa 103 dollara og tunnan af Brent olíunni er í tæpum 112 dollurum.

Það er tvennt sem veldur þessum verðhækkunum á olíu. Annarsvegar sú spenna sem myndast hefur við Hormuz sund þar sem Íranir hafa hótað því að loka sundinu og stöðva þannig stóran hluta af olíuflutningum á sjó í heiminum. Hinsvegar eru það sterkar efnahagstölur frá Kína og Bandaríkjunum sem aukið hafa bjartsýni um þróun efnahagsmála heimsins í upphafi þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×