Viðskipti erlent

Nauðsynlegt að afskrifa skuldir Grikklands

Bob Traa hefur starfað í Grikklandi fyrir hönd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann er einn þeirra sem lýst hefur áhyggjum sínum af því hve illa hefur gengið að selja eignir ríksins í landinu, þar á meðal fasteignir og landeignir.
Bob Traa hefur starfað í Grikklandi fyrir hönd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann er einn þeirra sem lýst hefur áhyggjum sínum af því hve illa hefur gengið að selja eignir ríksins í landinu, þar á meðal fasteignir og landeignir.
Viðræður standa nú yfir milli grískra ráðamanna og fulltrúa kröfuhafa landsins en vonir standa til þess að samkomulag náist um 50% afskrift á opinberum skuldum landsins.

Horft er til þess að ná samkomulaginu sem allra fyrst, því stórir gjalddagar eru framundan sem útséð er með að Grikkir geti borgað. Hinn 20. mars eru 14,4 milljarðar evra á gjalddaga. Þá hefur illa gengið að selja eignir eins og gert var ráð fyrir í samkomulagi sem ráðamenn Grikklands gerðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið.

Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er talið líklegt að Grikkland fari í gjaldþrot, ef ekki tekst að semja um afskriftir á skuldum landsins á næstum fjórum vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×