Viðskipti erlent

Ísland á forsíðu Washington Post í dag

Forsíða Washington Post sést hér. Á henni er fjallað um Ísland undir fyrirsögninni; íslenska tilraunin.
Forsíða Washington Post sést hér. Á henni er fjallað um Ísland undir fyrirsögninni; íslenska tilraunin.
Fjallað er ítarlega um stöðu efnahagsmála á Íslandi í bandaríska stórblaðinu Washington Post í dag. Útdráttur úr fréttaskýringu blaðamannsins Brady Dennis, er á forsíðu blaðsins.

Í fréttaskýringunni inn í blaðinu kemur fram að efnahagur landsins sé að batna hægt og bítandi. Mikil óvissa sé þó enn fyrir hendi og brugðið geti til beggja vona.

Þá er einnig fjallað um það hvernig íslenskt samfélag umbreyttist er bankakerfið þandist hratt út á árunum fyrir hrunið haustið 2008. Er rætt við nokkra viðmælendur í þeim hluta umfjöllunarinnar.

Sjá má umfjöllun Washington Post hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×