Viðskipti erlent

Lögreglan í Frakkland handtekur forstjóra PIP

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið Jean-Claude Mas forstjóra PIP fyrirtækisins, sem framleiðir samnefndar sílikonfyllingar í konubrjóst.

Lögreglan handtók Mas á heimili hans í París og gerði jafnframt húsleit á heimilinu. Í frétt um málið í Financial Times segir að Mas verði hafður í gæsluvarðhaldi næstu tvo sólarhringana.

Mas hefur selt um 300.000 sílkonfyllingar á heimsvísu þar á meðal til Íslands eins og fjallað hefur verið um í fréttum hérlendis. Þær reyndust allar vera gerðar úr iðnaðarsílikoni og eru taldar meir og minna gallaðar.

Eins og á Íslandi ætla fjöli kvenna sem fengið hafa þessara fyllingar í mál við PIP. Fram kemur í frétt Financial Times að um 2.700 konur í Frakklandi hafa höfðað mál gegn PIP.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×