Viðskipti erlent

Danske Bank varar við kaupum á hlutum í Facebook

Danske Bank hefur varað fjárfesta við kaupum á hlutum í Facebook en skráning vefsíðunnar á markað stendur fyrir dyrum.

Anders Nellemose sérfræðingur í hlutabréfum hjá Danske Private Banking segir í samtali við business.dk að mikil froða hafi skapast í kringum Facebook en eigendur síðunnar eiga enn eftir að gera grein fyrir því hvernig þær ætla að ná hagnaði af rekstrinum.

Nellemose segir að á síðasta ári hafi hagnaður Facebook ekki verið í neinu sambandi við verðmiðann sem settur er á síðuna en hann nemur 75 til 100 milljörðum dollara.

Á Reuters segir að fyrsta skráning Facebook á markað sé hafin í London en ætlunin sé að bjóða hlutafé í kauphöllinni þar fyrir 5 milljarða dollara til að byrja með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×