Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn sex Evrópuríkja

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir sex ríkja í Evrópu. Þetta eru Ítalía, Malta, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía og Spánn.

Þar að auki voru toppeinkunnir Frakklands, Bretlands og Austurríkis settar á athugunarlista með neikvæðum horfum.

Ástæðan að baki þessum lækkunum hjá Moody´s eru áhyggjur af skuldakreppunni í álfunni og því að efnahagsbati lætur á sér standa meðal þessara ríkja.

Áður hafa hin stóru matsfyrirtækin Fitch Ratings og Standard & Poor´s staðið fyrir sambærilegum lækkun á lánshæfiseinkunum hjá Evrópuríkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×