Viðskipti erlent

FIH bankinn tapaði 26 milljörðum í fyrra

FIH bankinn í Danmörku tapaði 1,2 milljörðum danskra króna á síðasta ári, eða um 26 milljörðum króna.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að niðurstaðan skýrist að stórum hluta af eignarhlut bankans í skartgripafyrirtækinu Pandóru sem bankinn átti stórann hlut í.

Ljóst er að rekstur bankans verður erfiður á þessu ári og því næsta. Stærstu höfuðverkurinn er endurfjármögnun á 44 milljarða danskra króna ríkisábyrgð sem veitt var bankanum í kreppunni. Þetta fé getur bankinn ekki sótt á almenna markaði þar sem lánshæfiseinkunn FIH er í ruslflokki.

Eins og fram hefur komið í fréttum seldi Seðlabankinn FIH bankann fyrir rúmu ári síðan. Greiðsla á helmingi af söluverðinu sem var um 500 milljónir evra er bundið gengi FIH bankans fram til ársins 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×