Viðskipti erlent

Forstjóri HSBC fær 561 milljón í launabónus

HSBC.
HSBC.
HSBC bankinn hagnaðist um 16,8 milljarða dala í fyrra, eða sem nemur um 2.000 milljörðum króna. Forstjóri bankans, Stuart Gulliver, fær 4,6 milljóna dala bónus vegna þessar rekstrarniðustu, eða sem nemur ríflega 560 milljónum króna.

Ákvörðun stjórnar bankans um að greiða fyrrnefndan bónus til forstjórans hefur lagst illa í almenning í Bretlandi, en þar eru bónusgreiðslur til bankamanna afar eldfimt umræðuefni, ekki síst vegna þess að skuldir hins opinbera í Bretlandi hafa tvölfaldast frá því árið 2008 vegna björgunaraðgerða ríkisins fyrir banka landsins.

Forstjóri Royal Bank of Scotland ákvað á dögunum að taka ekki við bónus vegna ársins 2011, þrátt fyrir stjórn bankans hafi lagt það til að hann ætti að fá bónusgreiðslu. Breska ríkið er stærsti eigandi bankans en það eignaðist yfir 80 prósent hlut í bankanum þegar það bjargaði honum frá gjaldþroti á haustmánuðum 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×