Viðskipti erlent

Carlos Slim er áfram auðugasti maður heimsins

Mexíkanski auðjöfurinn Carlos Slim er efstur á lista Forbes tímaritsins í ár yfir auðugustu menn heimsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Slim er á toppi þessa lista.

Í öðru sæti er Bill Gates stofnandi Microsoft og í þriðja sæti er ofurfjárfestirinn Warren Buffett.

Forbes segir að auðæfi Slim nemi 69 milljörðum dollara eða tæplega 8.700 milljörðum króna. Auður Gates er metinn á 61 milljarð dollara og Buffetts á 44 milljarða dollara.

Einn Norðurlandabúi kemst inn á topp tíu listann yfir auðugustu menn heimsins en það er Svíinn Stefan Persson eigandi verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz. Auðæfi hans eru metin á 24,5 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×