Viðskipti erlent

AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota

AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota.

Þetta var staðfest í morgun af Sö og Handelsretten í borginni. Eigandi liðsins, Jesper Nielsen, hefur átt í verulegum fjárhagsvandræðum undanfarna mánuði en hann tapaði miklu fé á skartgripafyrirtækinu Pandóru síðasta vetur þegar hlutir í því hröpuðu í verði í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Fyrir utan Ólaf Stefánsson spiluðu Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson með AGK á síðustu leiktíð.

Þess má geta að Jesper Nielsen var ekki sá eini sem tapaði stórt á Pandóru. Það gerði FIH bankinn einnig og þar með Seðlabanki Íslands. Þegar Seðlabankinn seldi FIH bankann á sínum tíma var hluti af kaupverðinu óbeint bundið við gengi Pandóru á hlutabréfamarkaðinum í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×