Viðskipti erlent

Reikna með að 7.500 Dönum verði sagt upp fyrir áramótin

Samtök iðnaðarins í Danmörku segja að skuldakreppan í Evrópu muni koma verulega við kaunin á rekstri danskra fyrirtækja fyrir áramótin. Samtökin reikna með að um 7.500 manns verði sagt upp störfum á næstu þremur mánuðum.

Þetta kemur fram í könnun sem samtökin gerðu meðal meðlima sinna en þeir hafi ekki verið eins svartsýnir á framtíðina og nú á undanförnum tveimur árum.

Pantanir á útflutningsvörum frá Danmörku til annarra landa í Evrópu hafa minnkað verulega og reiknað er með að sú þróun haldi áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×