Viðskipti erlent

Atvinnuleysi á evrusvæðinu nær nýjum hæðum

Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. mynd/AP
Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Atvinnulausum fjölgaði um 34 þúsund milli mánaða. Þetta þýðir að atvinnuleysið mælist nú 11.4 prósent.

Sem fyrr er hlutfall atvinnulausra hæst í Grikkland og á Spáni. Rúmlega fjórðungur vinnufærra manna á Spáni er án atvinnu, eða 25.1 prósent. Er þetta mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu. Hins vegar er hvergi minna atvinnuleysi að finna en í Austurríki eða 4.5 prósent.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Á Spáni er rúmur helmingur ungmenna undir tuttugu og fimm ára án vinnu, eða 52.9 prósent. Hið sama er upp á teningnum í Grikklandi þar sem helmingur ungs fólks er án atvinnu. Sé litið á evrusvæðið í heild sinni mælist atvinnuleysi ungmenna tæp 23 prósent.

Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður í opinberum rekstri hefur haft veruleg áhrif atvinnuástandið í Grikklandi á Spáni. Grikkir reyna nú að mæta kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur risavöxnum neyðarlánum.

Sé litið á Evrópusambandið í heild sinni mælist atvinnuleysi tíu komma fimm prósent. Þetta þýðir að tuttugu og fimm komma milljón manna eru án vinnu í Evrópuríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×