Viðskipti erlent

IBM til móts við auknar kröfur bankaumhverfisins

Risatölvan zEC12 frá IBM.
Risatölvan zEC12 frá IBM. MYND/IBM
Tæknirisinn IBM hefur kynnt til sögunnar nýja stórtölvu, zEC12, en fyrirtækið eyddi sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala og starfrækti 18 rannsóknarstofur við þróun tölvunnar.

Tölvan býður upp á mun meiri hraða og heildarafköst en fyrirrennarinn, z196.

Stórtölvur sem þessar hafa afar stórt afkastasvið og eru notaðar fyrir beinlínu- og runuvinnslu, svo sem fyrir bakvinnslu og afgreiðslu í bankastarfsemi hér á landi. Slíka vélar eru einnig notaðar í öllum helstu fjármálafyrirtækjum heims.

Stöðug eftirspurn er frá bönkum og smásölum eftir slíkum stórtölvum, þar sem gagnamagn fer vaxandi og fjöldi viðskiptafærslna hefur rokið upp úr öllu valdi og mun halda áfram að vaxa, að sögn IBM.

Þá er gert ráð fyrir að notendum netbanka og tengdra fjármálaþjónustu í heiminum muni hafa fjölgað úr 55 milljónum árið 2009 í 894 milljónir árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×