Viðskipti erlent

Í þrælavinnu við að sauma föt fyrir H&M

JHH skrifar
Ný skýrsla sýnir að verkafólk sem vinnur við að sauma föt fyrir H&M þrælar fyrir 40-60 krónur á tímann. Frá þessu er greint í sjónvarpsþætti sem verður sendur út á sjónvarpsstöðinni TV 4 í Svíþjóð.

Í þættinum, sem Jyllands Posten greinir frá, segir að fötin séu saumuð í Kambódíu. Rætt er við þriggja barna móður sem er með tæpar 10 þúsund krónur á mánuði en vinnur allt að 70 klukkustunda vinnuviku. Hún á erfitt með að láta enda ná saman. Í þættinum er líka vísað í skýrslu, þar sem forsvarsmenn H&M lýsa því að yfirvinna og lítil næring leiði til þess að verkafólkið fái aðsvif í vinnunni.

Karl-Johan Persson, forstjóri H&M segir að sjónvarpsþátturinn gefi ranga mynd af H&M. Þar sé látið líta út fyrir að fyrirtækið leggist gegn kröfum verkafólksins um hærri laun. Það sé alrangt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×