Viðskipti erlent

Facebook tapaði rúmum 7 milljörðum

JHH skrifar
Mynd/ AFP
Tap af rekstri Facebook á þriðja ársfjórðungi nam 59 milljónum dala, eða 7,4 milljörðum króna.

Þrátt fyrir það jukust tekjur síðunnar um 32% á ársfjórðungnum. Tekjurnar námu 1,26 milljörðum dala á ársfjórðungnum. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er umfram væntingar. Engu að síður er þetta annar ársfjórðunginn í röð sem tap er á rekstri Facebook. Á öðrum ársfjórðungi nam tapið 157 milljónum dala, eða tæpum 20 milljörðum króna.

Hlutabréf í Facebook hafa fallið um 50% frá því félagið var skráð á markað í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×