Viðskipti erlent

Georg Jensen var eigendum til vandræða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vörurnar frá Georg Jensen eru mjög fallegar.
Vörurnar frá Georg Jensen eru mjög fallegar. Mynd/ Getty.
Georg Jensen skartgripaverslanakeðjan hefur aldrei skilað eigendum sínum þeim hagnaði sem vænst var. Georg Jensen var í eigu fjárfestingasjóðsins Axcel í ellefu ár. Eins og greint var frá í morgun hefur keðjan síðan verið seld auðjöfrum frá Bahrain, en fyrirtækið sem heldur utan um eignarhlutann núna heitir Investcorp.

Á viðskiptavefnum epn.dk kemur fram að á árunum 2007-2011 tapaði Georg Jensen 175 milljónum danskra króna, eða 3,5 milljörðum íslenskra króna. Á árunum 2004/2005 tapaði fyrirtækið 720 milljónum íslenskra króna.

Á ellefu árum hafa eigendur fyrirtækisins sett allt að 8 milljarða íslenskra króna inn í fyrirtækið í nýtt hlutafé. Stór hluti af því var árið 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×