Viðskipti erlent

Danskur auðmaður skuldar fjóra milljarða í skatt

Danskur auðmaður skuldar skattyfirvöldum í Danmörku rúmlega 191 milljón danskra króna eða sem svarar til fjögurra milljarða króna.

Fjallað er um málið í börsen. Þar segir að þessi auðmaður búi erlendis en að skatturinn hafi þegar tekið flestar eigur hans í Danmörku eignarnámi. Þar fyrir utan hefur héraðsdómari í Kaupmannahöfn fallist á kröfu skattsins um að danska lögreglan geti sótt manninn og flutt hann til landsins til að gera grein fyrir öðrum eignum sínum.

Lögmaður þessa auðmanns segir að það geti orðið þrautin þyngri því maðurinn býr í Sviss og skatturinn geti gleymt því að ná í eignir hans þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×