Viðskipti erlent

Carlsberg mótmælir 160% hækkun áfengisgjalda í Frakklandi

Danska brugghúsið Carslberg hefur hótað því að segja upp starfsfólki sínu í Frakklandi vegna áforma stjórnvalda þar í landi að hækka áfengisgjöldin á bjór um 160% um áramótin.

Hinsvegar munu áfengisgjöld á léttvín haldast óbreytt. Þetta segja forráðamenn Carlsberg að sé ekkert annað en ríkisvernd fyrir vínframleiðendur í Frakklandi.

Í viðtali við börsen segir Jörgen Buhl Rassmussen forstjóri Carlsberg að hækkun á gjöldunum um 160% sé áfall og að brugghúsið muni ekki sætta sig við hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×