Viðskipti erlent

SAS rekur 800 manns og lækkar laun um 15%

SAS flugfélagið hefur ákveðið að reka 800 starfsmenn til að byrja með og lækka laun almennt um 15%. Til lengri tíma á að fækka starfsmönnum SAS úr 15.000 og niður í 9.000.

Þetta er liður í umfangsmikilli sparnaðar- og hagræðingaráætlun sem kynnt var í morgun. Með áætluninni á að spara um 3 milljarða sænska króna eða um tæplega 60 milljarða króna.

Þeir 800 starfsmenn sem reknir verða eru að mestu skrifstofufólk en SAS ætlar sér að reyna að halda flestum flugleiðum sínum gangandi eftir sem áður.

Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að ríkisstjórnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar styðji við bakið á SAS í þessum niðurskurði sem og þeir sex bankar sem ákveðið hafa að veita SAS nýtt lán upp á rúmlega 4 milljarða danskra króna eða um 90 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×