Viðskipti erlent

SAS næstum gjaldþrota í gær - þúsundir gætu orðið strandaglópar

Orðrómur er um að Scandinavian Airlines (SAS) hafi verið nálægt því að hafa orðið gjaldþrota í gærkvöldi samkvæmt sænska fréttamiðlinum Expressen.se og alltumflug.is greinir frá á vefsíðu sinni.

Heimildir eru fyrir því að ef SAS mun ekki ná að finna lausn á rekstrarvandanum í dag, 11. nóvember, séu líkur á að tugi þúsundir farþega geti orðið strandaglópar víða um heim.

Trine Kromann-Mikkelsen, talsmaður SAS, sagði að stjórn félagsins muni ekki tjá sig um þessar sögusagnir en segir jafnframt að SAS mun á morgun birta nýja rekstraráætlun.

„SAS á við mikla rekstrarerfiðleika að stríða en það er ólíklegt að félagið hafi verið nokkrum klukkutímum frá því að verða gjaldþrota", segir Jacob Pedersen, markaðssérfræðingur hjá danska bankanum Sydbank.

Hægt er að lesa meira um málið á heimasíðunni alltumflug.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×