Viðskipti erlent

Spá 8,2 prósent hagvexti í Írak á næsta ári

Magnús Halldórsson skrifar
Þrátt fyrir veika innviði og ófrið þá spáir The Economist því að hagvöxtur í Írak verði 8,2 prósent á næsta ári, sem er með því allra mesta af löndum Mið-Austurlanda. Sérstaklega er horft til þess að olíuframleiðsla og olíuþjónustugeirinn sé sífellt að verða betur skipulagður, og það gefi efnahagnum færi á að vaxa milli ára.

Samt er því að spáð að sala á olíu muni lítillega minnka eða standa í stað á næsta ári, en þar sem aðrir geirar efnahagslífsins, sem margir hverjir tengjast olíuiðnaði, eru að eflast þá muni það vinna á móti minni sölu á olíu úr landinu.

Helsta áhættan fyrir efnahaginn er sögð vera óvissa í stjórnmálum, og stöðugur ófriður á vissum svæðum í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×