Viðskipti erlent

S&P setur lánshæfiseinkunn Grikklands í takmarkað gjaldþrot

Matsfyrirtækið Standard % Poor´s (S&P) hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands nær alveg niður á botninn eða í SD sem þýða mætti sem takmarkað gjaldþrot.

Ástæðan fyrir þessari ákvörðun matsfyrirtækisins eru áform Grikkja um að kaupa eigin skuldabréf með 70% afföllum. Slík kaup hafa staðið yfir alla vikuna og lýkur á morgun.

Kaupin eru skilyrði þess að aðrir alþjóðlegir fjárfestar gefi eftir skuldir sem nema 325 milljörðum evra.

Standard & Poor´s telur að þessi kaup á skuldabréfum lagi ekki stöðu Grikklands að ráði og segir þau vera næstum því örvæntingafulla aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×