Viðskipti erlent

Myndin The Hobbit er hvalreki fyrir Nýja Sjáland

Gerð myndarinnar The Hobbit hefur verið sannkallaður hvalreki fyrir ferðamannaþjónustuna á norðurey Nýja Sjálands þar sem Hobbitaþorpið var byggt.

Talið er að um 150.000 ferðamenn hafi komið til þessa þorps í ár. Ferðamálastofa Nýja Sjálands reiknar með að tekjur af ferðamönnum muni aukast um rúmlega 400 milljónir dollara eða um 51 milljarða á ári vegna hins mikla áhuga á að skoða Hobbitaþorpið.

Flugfélagið Air New Zealand og fleiri fyrirtæki þar í landi nota nú Hobbit myndina til þess að auglýsa sig og þjónustu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×