Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að gefa eftir. Verðið á tunnunni af Brent olíunni var komið undir 107 dollara í morgun eftir að hafa lækkað um 4% í síðustu viku.

Tunnan af bandarísku léttolíunni er komið niður í 86 dollara en sú olía hefur ekki lækkað eins hratt og Brent olían.

Á vefsíðunni forexpros segir að þessara lækkanir séu drifnar áfram af vaxandi áhyggjum fjárfesta af hinu svokallaða fjármálaþverhnípi í Bandaríkjunum. Það er að bandaríska þingið og Barack Obama forseti muni ekki ná samkomulagi um fjárlög ríksins fyrir áramótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×