Heilsteypt og öflug rokkplata Trausti Júlíusson skrifar 22. nóvember 2012 00:01 Skálmöld Skálmöld Börn Loka SENA Hljómsveitin Skálmöld sló rækilega í gegn með fyrstu plötunni sinni Baldri árið 2010. Þetta var þemaplata sem rakti sögu Baldurs, ímyndaðrar söguhetju á víkingaöld. Baldur var í anda Íslendingasagnanna, en á nýju plötunni Börnum Loka er það norræna goðafræðin sem er viðfangsefnið, vissulega nátengt. Loki er auðvitað einn magnaðasti karakterinn í goðafræðinni og mjög vel til fundið að tileinka honum og börnum hans, Miðgarðsormi, Fenrisúlfi, Hel, Narfa, Vála og Sleipni eina plötu. Snæbjörn Ragnarsson textahöfundur kynnir einnig til sögunnar manneskjuna Hilmar sem Óðinn kallar til goðheima til að berjast við afkomendur Loka, sem leika lausum hala. Tónlistin á Baldri var þjóðlagaskotið þungarokk. Skálmöld heldur áfram á sömu braut á nýju plötunni, en þó hafa þjóðlagaáhrifin aðeins minnkað og krafturinn aukist á móti. Skálmöld bregður fyrir sig ýmsum tilbrigðum þungarokksins. Það skiptast á öflugir keyrslukaflar, þjóðlagakenndar gítarlínur og rokkkórsöngur. Hljóðmúrinn hjá Skálmöld er á köflum alveg hnausþykkur, en þeir sjá sjálfir um allan hljóðfæraleik ef frá er talinn sellóleikur í laginu Himinhrjóður. Það koma líka við sögu nokkrar aukaraddir, aðallega í kórsöngnum og Edda Tegeder syngur í laginu Hel. Það er ekkert sérstaklega ferskt tónlistarlega við þessa plötu, en hún er bara svo frábærlega gerð að maður getur ekki annað en hrifist með. Lagasmíðarnar eru allar góðar, flutningurinn er bæði kraftmikill og hnökralaus, hljómurinn er flottur (Flex enn og aftur) og textarnir eru snilldarlega skrifaðir. Myndirnar í plötubæklingnum, sem Ásgeir Jón Ásgeirsson á heiðurinn af, eru líka glæsilegar. Það verður að taka það fram að það er eiginlega nauðsynlegt að skoða umslagið til þess að njóta plötunnar til fulls. Til að ná textunum og sögunni almennilega og fá þannig heildarmyndina. Börn Loka er mjög vel heppnuð plata, kraftmikil rokkópera sem gefur frumsmíðinni Baldri ekkert eftir. Niðurstaða: Skálmöld snarar út rokkóperu númer tvö. Gagnrýni Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Skálmöld Börn Loka SENA Hljómsveitin Skálmöld sló rækilega í gegn með fyrstu plötunni sinni Baldri árið 2010. Þetta var þemaplata sem rakti sögu Baldurs, ímyndaðrar söguhetju á víkingaöld. Baldur var í anda Íslendingasagnanna, en á nýju plötunni Börnum Loka er það norræna goðafræðin sem er viðfangsefnið, vissulega nátengt. Loki er auðvitað einn magnaðasti karakterinn í goðafræðinni og mjög vel til fundið að tileinka honum og börnum hans, Miðgarðsormi, Fenrisúlfi, Hel, Narfa, Vála og Sleipni eina plötu. Snæbjörn Ragnarsson textahöfundur kynnir einnig til sögunnar manneskjuna Hilmar sem Óðinn kallar til goðheima til að berjast við afkomendur Loka, sem leika lausum hala. Tónlistin á Baldri var þjóðlagaskotið þungarokk. Skálmöld heldur áfram á sömu braut á nýju plötunni, en þó hafa þjóðlagaáhrifin aðeins minnkað og krafturinn aukist á móti. Skálmöld bregður fyrir sig ýmsum tilbrigðum þungarokksins. Það skiptast á öflugir keyrslukaflar, þjóðlagakenndar gítarlínur og rokkkórsöngur. Hljóðmúrinn hjá Skálmöld er á köflum alveg hnausþykkur, en þeir sjá sjálfir um allan hljóðfæraleik ef frá er talinn sellóleikur í laginu Himinhrjóður. Það koma líka við sögu nokkrar aukaraddir, aðallega í kórsöngnum og Edda Tegeder syngur í laginu Hel. Það er ekkert sérstaklega ferskt tónlistarlega við þessa plötu, en hún er bara svo frábærlega gerð að maður getur ekki annað en hrifist með. Lagasmíðarnar eru allar góðar, flutningurinn er bæði kraftmikill og hnökralaus, hljómurinn er flottur (Flex enn og aftur) og textarnir eru snilldarlega skrifaðir. Myndirnar í plötubæklingnum, sem Ásgeir Jón Ásgeirsson á heiðurinn af, eru líka glæsilegar. Það verður að taka það fram að það er eiginlega nauðsynlegt að skoða umslagið til þess að njóta plötunnar til fulls. Til að ná textunum og sögunni almennilega og fá þannig heildarmyndina. Börn Loka er mjög vel heppnuð plata, kraftmikil rokkópera sem gefur frumsmíðinni Baldri ekkert eftir. Niðurstaða: Skálmöld snarar út rokkóperu númer tvö.
Gagnrýni Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið