Brostnar væntingar á Frostrósum Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu. Gagnrýni 23.12.2024 07:00
Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili fluttu jólalög í Langholtskirkju sunnudaginn 15. desember. Einsöngvari var Oddur Arnþór Jónsson. Gagnrýni 18.12.2024 07:00
Bríet olli vonbrigðum Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn. Gagnrýni 11.12.2024 07:02
DIMMA var flott en einhæf Þungarokkhljómsveitin DIMMA fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún blés til tónleika, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og SinfoniuNord, í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Tónleikarnir höfðu áður verið haldnir í Hofi á Akureyri í sumar. Gagnrýni 15. október 2024 07:03
Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Danska hrollvekjan Gæsterne kom út hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum undir nafninu Speak No Evil. Hún vakti töluverða athygli og voru viðbrögð áhorfenda almennt mjög góð. Hollywood-fólk fór ekki varhluta af því og var ekki lengi að skella í eitt stykki endurgerð, sem heitir jú, Speak No Evil og er nú sýnd í kvikmyndahúsum. Gagnrýni 24. september 2024 08:02
Maður þurfti ekki að vera skyggn Þegar ég var óharðnaður unglingur átti ég vin sem var mikill áhugamaður um galdra. Ég var það reyndar líka, en hann kunni meira fyrir sér. Ég var nokkrum sinnum viðstaddur þegar hann framdi seið. Það voru skrýtnar seremóníur. Vinur minn notaði alls konar táknfræði, yfirleitt íslenskar rúnir til að skapa tengingu við æðri máttarvöld. Annarleg tónlist kom líka við sögu. Gagnrýni 19. september 2024 07:02
Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Morguninn fyrir brúðkaup Ameliu og Benjis á draumaeyjunni Nantucket finnst einn brúðkaupsgestanna myrtur. Brúðkaupinu er aflýst og allir liggja undir grun. Enginn má fara af eyjunni fyrr en búið er að finna hinn seka. Gagnrýni 15. september 2024 13:33
Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð „Tilkarl“ er orð sem ég heyrði fyrst í tengslum við mál Sunnu Gunnlaugs djasspíanóleikara og tónskálds. Fyrir skemmstu hellti hún sér yfir ákveðinn djassara á Facebook og sagði djasssenuna á Íslandi vera gegnsýrða af karlrembu. Blessuðum mönnunum mun finnast þeir hafa tilkall til alls mögulegs, bara vegna þess að þeir eru karlar. Þeir eru því tilkarlar. Gagnrýni 3. september 2024 07:01
Alien Romulus: Ungmenna Alien Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar. Gagnrýni 25. ágúst 2024 10:43
May December: Seint koma sumir en koma þó Kvikmyndin May December er ein þeirra Óskartilnefndu kvikmynda frá því í fyrra sem íslenskir áhorfendur voru sviknir um en hún kom ekki íslensk kvikmyndahús, né á íslenskt Netflix (þar sem hún var frumsýnd víðsvegar). Á dögunum birtist hún hins vegar óvænt á Voddinu, löngu eftir að allir voru hættir að pæla í henni. Gagnrýni 8. ágúst 2024 10:00
Kinds of Kindness: Þríréttað hjá listakokknum Yorgos Bíddu, skrifaði ég ekki pistil um kvikmynd eftir Grikkjann Yorgos Lanthimos fyrir innan við hálfu ári? Tekur þessi maður sér ekki frí? Þurfum við áhorfendur ekki líka frí? Svarið við báðum þessum spurningum er nei. Gagnrýni 14. júlí 2024 11:23
Slæmt jafnvægi á milli Baggalúts og Sinfóníunnar Þegar ég var einstæður faðir og dóttir mín, sjö eða átta ára, var með mér í bílnum, þá spilaði ég oftar en ekki lagið Pabbi þarf að vinna í nótt. Það fjallar um drykkfelldan pabba sem segist þurfa að fara að vinna, en er auðvitað bara á leiðinni á barinn, „til að hitta mennina,“ „þótt mamma skelli hurðum.“ Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Baggalút og síðan þá hef ég verið aðdáandi sveitarinnar. Gagnrýni 18. júní 2024 10:02
Sturluð rödd gerði áheyrendur tryllta Þegar ég gekk út af tónleikum sópransöngkonunnar Lise Davidsen á laugardagskvöldið í Hörpu, kom til mín maður sem ég kannaðist ekki við. Hann spurði: „Hvernig skrifar maður eiginlega um svona?“ Ég svaraði: „Líklega bara með einu orði.“ Gagnrýni 4. júní 2024 07:02
The Lazarus Project: Varúð, veldur svefnleysi The Lazarus Project hefur snúið aftur og er nú öll önnur þáttaröðin komin inn á Stöð 2 +. Fyrsta sería heppnaðist mjög vel og gaf undirritaður henni fjórar stjörnur fyrir um ári síðan. Gagnrýni 1. júní 2024 08:56
Ekkert mjálm í Unu Torfa og Sinfó Jónas Sen skrifar um tónleika Unu Torfadóttur og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 16. maí. Gagnrýni 22. maí 2024 07:00
Falleg tónlist GDRN hljómaði ekki nógu vel Ég hitti mann nýlega sem kvartaði yfir því hve margar íslenskar söngkonur rauli. „Ekki Björk, sko – hún SYNGUR – en svo margar aðrar syngja bara í hálfum hljóðum. Það er varla að þær séu með raddbönd.“ Gagnrýni 14. maí 2024 07:00
Love Lies Bleeding: Ekið af hraðbraut og út í skurð Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit. Gagnrýni 9. maí 2024 07:01
Mislukkuð sýning í Borgarleikhúsinu með góðum sprettum Söngleikurinn Eitruð lítil pilla, sem er saminn ofan í fræga plötu Alanis Morisette og Glen Ballard frá tíunda áratugnum, var frumsýndur í febrúar. Gagnrýni 23. apríl 2024 07:00
Knox Goes Away: Gamlir en ekki sigraðir Kvikmyndin Knox Goes Away var tekin til sýningar í Sambíóunum sl. föstudag. Þar leikstýrir Michael Keaton og leikur leigumorðingja sem fær greiningu þess efnis að hann sé með Creutzfeldt-Jakob, taugasjúkdóm sem dregur fólk oftast til dauða innan við ári eftir greiningu. Gagnrýni 21. apríl 2024 09:49
Ripley: Listaverk Tom Ripleys fullkomnað Skáldsaga Patriciu Highsmith The Talented Mr. Ripley hefur verið sem segull fyrir kvikmyndagerðarfólk allt frá því að hún kom út árið 1955. Nú er það Steven Zailian sem tekst á við Tom, Dickie og Marge í sjónvarpsþáttaformi, en Netflix frumsýndi nýlega þættina átta. Gagnrýni 16. apríl 2024 09:03
Blue Lights: Fljúgandi start Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni. Gagnrýni 6. apríl 2024 11:40
Tröllaukinn kór valtaði yfir pínulítinn píanóleikara „Stóð við krossinn mærin mæra, mændi á soninn hjartakæra.“ Á þessum orðum hefst þýðing Matthíasar Jochumssonar á Stabat mater. Gagnrýni 19. mars 2024 07:00
True Detective: Draugagangur á Dalvík Fjórða þáttaröð True Detective hefur nú runnið sitt skeið og allir sex þættirnir komnir í spilara Stöðvar 2+. Skoðanir hafa verið skiptar um þetta True Detective innlegg mexíkóska leikstjórans Issa López, svo mikið að legið hefur við netóeirðum á Twitter (X) og Instagram. Gagnrýni 6. mars 2024 07:48
Víkingur tryllti og stillti Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ Gagnrýni 20. febrúar 2024 07:01