Viðskipti erlent

Nú er hægt að hringja í gegnum Facebook

MYND/AFP
Stjórnendur Facebook staðfestu í dag að notendur samskiptasíðunnar í Bandaríkjunum geti brátt hringt í tengiliði sína í gegnum snjallsíma, sér að kostnaðarlausu.

Undirbúningur fyrir verkefnið hefur staðið yfir í Kanada síðustu vikur og hefur það að sögn stjórnenda heppnast afar vel.

Hingað til hefur Facebook boðið upp á svipaða þjónustu í gegnum samstarf sitt við fjarskiptahugbúnaðinn Skype en þessi nýjung samskiptasíðunnar byggir á sömu tækni, eða VoIP-þjónustu.

Með innleiðingu VoIP (Voice over IP) hefur Facebook nú gengið í raðir stærstu fjarskiptafyrirtækja veraldar enda eru notendur síðunnar hátt í milljarður talsins.

Aðeins verður hægt að nota þjónustuna í gegnum smáforrit Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×