Viðskipti erlent

Fann risavaxinn gullmola að verðmæti 40 milljónir

Ástralskur maður sem hefur gullgröft sem áhugamál datt heldur betur í lukkupottinn í gærdag. Hann fann gullmola sem var 5,5 kíló að þyngd en verðmæti hans nemur yfir 40 milljónum króna.

Maður þessi var á ferð með málmleitartæki sitt við bæinn Ballarat í Viktoríu. Gullmolinn reyndist liggja aðeins 60 sentimetra neðanjarðar.

Í áströlskum fjölmiðlum kemur fram að á svæðiðinu kringum Ballarat hafi gullgröftur verið stundaður áratugum saman en aldrei hafi jafnstór gullmoli fundist þar.

Fram kemur að þegar málmleitartæki mannsins fór að pípa hafi hljóðið verið það hátt að hann taldi sig hafa rekist á vélarhlíf á bíl í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×