Viðskipti erlent

JP Morgan þarf bæta eftirlitið eftir tap „London hvalsins“

Magnús Halldórsson skrifar
Einn stærsti banki heimsins, JP Morgan Chase, þarf að styrkja hjá sér eftirlitið eftir mikið tap á viðskiptum með afleiður. Heildartapið er um 6,2 milljarða dala, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC, eða sem nemur ríflega 800 milljörðum króna.

Starfsmaður bankans, sem kallaði sig London hvalurinn (London Whale) við fjárfestingar, er sagður bera ábyrgð á tapinu.

Bandaríska fjármálaeftirlitið fór fram á það við stjórnendur JP Morgan að áhættustýring yrði efld og innra eftirliti sömuleiðis, eftir að tapið kom upp á yfirborðið.

Stjórn bankans ákvað að taka sér 60 daga til þess að hrinda nýju verklagi í framkvæmd.

Sjá má frétt BBC um þetta efni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×